Heimilt að hefja grásleppuveiðar 23. mars

171
Deila:

Samkvæmt reglugerð sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað verður heimilt að hefja grásleppuveiðar 23. mars nk. Farið er yfir helstu atriði reglugerðarinnar á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þau eru flest óbreytt frá því sem var á vertíðinni 2019 að undanskildum ákvæðum um svæðalokanir sem sett var í reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020:

  • Leyfi verður gefið út til 25 samfelldra daga
  • Leyfi verða bundin við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil
  • Veiðisvæðin verða sjö – merkt A – G.
  • Veiðitímabil 23. mars til og með 30. júní, nema á innanverðum Breiðafirði 20. maí og með 12. ágúst.

Nýmæli er í reglugerðinni að Fiskistofu er skylt að fella úr gildi leyfi á öllum veiðisvæðum utan þeirra sem tilheyra svæði B til að koma í veg fyrir að heildarafli á þeim svæðum fari umfram 78% af ráðlögðum hámarksafla.  Það ákvæði á jafnframt við svæði B þar sem viðmiðið er 22%.

Heimilt að skera úti á sjó

Samhliða reglugerð um hrognkelsaveiðar verður gefin úr reglugerð um breytingu á reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða nr. 468/2013.  Við þá reglugerð bætist ákvæði til bráðabirgða sem fellir á brott eftirfarandi:  „Við hrognkelsaveiðar er skylt að koma með öll hrognkelsi að landi.“

Ákvæðið gildir fyrir vertíðina 2021.

 

Deila: