Góður afli í Grindavík

4
Deila:

Alls var landað 9.314 tonnum að fiski í Grindavíkurhöfn á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Aflaverðmæti í janúar var 1,8 milljarðar króna. Verðmæti í febrúar liggur ekki fyrir, en gera má ráð fyrir að það sé mun meira en í janúar, enda mun meiri afli í febrúar.

Alls bárust 3.864 tonn að landi í janúar í 150 löndunum. Í febrúar var landað 5.450 tonnum í 176 löndunum. Það sýnir að vertíðin er komin á fulla ferð og vel hefur veiðst vel í öll veiðarfæri á miðunum úti fyrir Grindavík.
Á myndinni má sjá sólina rísa upp yfir innsiglingunni í Grindavíkurhöfn.

Ljósmynd Þórunn Halldóra Ólafsdóttir.

Deila: