Þremur tilboðum tekið
Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í mars. Alls bárust 11 tilboð, engin tilboð voru afturkölluð í samræmi við 4 .gr. reglugerðar nr. 726/2020 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021. Að þessu sinni var 3 tilboðum tekið.
Í boði voru 2,3 tonn af humri og 227 tonn af þorski í rússneskri lögsögu í skiptum fyrir þorsk við Ísland. Sigurður Ólafsson SF fékk eitt tonn af humri fyrir 6 tonn af þorski og Jón á Hofi ÁR fékk 1,3 tonn af humri fyrir 7,3 tonn af þorski. Þá fékk Örfirisey RE 227 tonn af þorski í Rússasjó fyrir 103 tonn af þorski við Ísland.