Eimskip kaupir rafbíla

4
Deila:

Í vikunni bættust 2 umhverfisvænir vöruflutningabílar í bílaflota Eimskips en bílarnir munu sinna vöruflutningum og útkeyrslu til viðskiptavina á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Bílarnir keyra eingöngu á rafmagni og eru af gerðinni Maxus e-Deliver 3 og e-Deliver 9 en Vatt ehf. er umboðsaðili Maxus á Íslandi. Bílarnir komast allt að 353 km á fullri hleðslu. Bílarnir eru afar liprir í akstri, hljóðlátir og henta því einstaklega vel fyrir akstur í þéttbýli. Bílarnir eru mun umhverfisvænni en sambærilegir bílar sem félagið hefur í notkun og tekur Eimskip því enn eitt skrefið til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í vörudreifingu innanbæjar. Árið 2020 fjárfesti félagið í tveimur metanbílum til dreifingar á sendingum á höfðuðborgarsvæðinu en markmið Eimskips er að minnka kolefnislosun hjá félaginu um 40% fyrir árið 2030.

„Við erum afar ánægð að fá rafbíla í okkar þjónustu og halda þannig áfram á þeirri vegferð að minnka notkun jarðefnaeldsneytis í vörudreifingu okkar. Akstur er umfangsmikill þáttur í flutningskeðju Eimskips og því er þetta mikilvægt skref í átt að umhverfisvænni flutningum“, segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri á innanlandssviði Eimskips.

Meðfylgjandi mynd sýnir Gunnlaug ásamt Úlfari Hinrikssyni og Þorsteini Ólafssyni frá Vatt þegar fyrri bíllinn, af gerðinni Maxus e-Deliver 3, var afhentur í vikunni.

 

Deila: