Árs- og samfélagsskýrsla Brims 2020 er komin út

134
Deila:

„Brim gerir nú fjórða árið í röð grein fyrir ófjárhagslegum þáttum starfsemi sinnar og það er ánægjulegt að gefa í fyrsta sinn út sameiginlega árs- og samfélagsskýrslu. Sjálfbærni og umhverfismál hafa skipað stóran sess í starfsemi Brims undanfarin ár og það fer því vel á að hafa nú eina skýrslu sem gefur góða mynd af starfseminni og áhrifum starfseminnar á umhverfið og samfélagið.“

Svo segir í frétt um útkomu skýrslunnar. Þar segir ennfremur: „Allar upplýsingar í skýrslunni eru í samræmi við bestu þekkingu sem við höfum yfir að búa á þeim tíma sem skýrslan er rituð en er ekki tæmandi úttekt á öllum þeim áhrifum sem Brim hefur á umhverfi, samfélag og/eða efnahag. Skýrslan er ekki endurskoðuð af þriðja aðila en EFLA hefur yfirfarið framsetningu og upplýsingar um umhverfislega þætti.

Upplýsingar um ófjárhagslega þætti starfseminnar eru unnar í samræmi við GRI Standard (e. Global Reporting Initiative GRI100-400) og UFS leiðbeiningar Nasdaq.“

 

 

Deila: