Gómsæt lúða

268
Deila:

Nú gerum við okkur dagamun og gæðum okkur á gómsætri lúðu. Uppskriftin er einföld og þægileg og rétturinn jafnfram  hollur og góður. Þó í gildi sé bann við beinum veiðum á lúðu, kemur oft eitthvað af henni í flest veiðarfæri. Skylt er að henda lífvænlegi lúðu aftur í hafið, en annars er hún tekin í land og seld á fiskmörkuðum. Andvirði hennar fellur í þróunarsjóð sjávarútvegsins.

Innihald:

4 bitar úr lúðuflaki, 180 til 200g hver.
1 msk. brætt smjör
1 msk. sítrónusafi
1 msk. saxaður graslaukur
1 msk. söxuð steinselja
1 dós aspas, grænn eða hvítur
1 msk. 1 tsk. kapers
3 msk.hveiti
salt
sítrónupipar
1 sítróna afhýdd og tekin í báta
Aðferð:

Forhitið ofninn í 180°C og smyrjið eldfast mót með olíu eða smjöri. Hrærið smjörið og sítrónusafann saman í skál. Blandið saman graslauk, salti, hveiti og sítrónupipar í annarri grunnri skál. Veltið lúðubitunum upp úr vökvanum og síðan hveitiblöndunni. Leggið fiskinn í eldfasta móti með sítrónubátunum. Bakið hann í 15 til 20 mínútur eftir þykkt og snúið bitunum þegar tíminn er hálfnaður. Til að fá smá  gyllingu á bitana er gott að skjóta grilli á þá undir lokin.
Mýkið aspasinn á pönnu í smjöri við vægan hita og bætið þá kapers út á pönnuna. Jafnið aspasinum á fjóra diska og leggið lúðubitana ofan á og hellið yfir því sem kann að vera eftir af smjör- og sítrónublöndunni yfir þá.

Berið fram með soðnum kartöflum og fersku salati að eigin vali.

 

Deila: