„Þetta er framtíðin“

312
Deila:

„Þetta er framtíðin,“ segir Gísli Kristjánsson, framleiðslustjóri Brims í viðtali við tímaritið Ægi um vinnslu fyrirtækisins á Norðurgarði í Reykjavík sem var endurnýjuð frá grunni á síðasta ári. Þessi
útgáfa blaðsins er helguð fiskvinnslunni að stærstum hluta en mikil uppbygging hefur átt sér stað á allra síð­ustu árum í íslenskum vinnsluhúsum, bæði í bolfiskvinnslum og uppsjávarvinnslum.

„Það sýndi sig líka nú á hinni snörpu loðnuvertíð að það skipti máli að eiga öflugar uppsjávarvinnslur þegar spila þurfti sem allra best úr tiltölulega litlum aflaheimildum í loðnu í kapp við tímann og veðrið. Öflugar uppsjávarvinnslur hafa líka skilað miklu til fyrirtækjanna og þjóðarbúsins á síðustu árum með verðmætasköpun úr makríl­ og síldarafla.
En það er ekki síður áhugavert að sjá það sem er að gerast í bolfiskvinnslunum. Þróunin í þeim húsum á það sammerkt með uppsjávarvinnslunum að íslenskt hugvit og framsækin innlend tækni stendur að baki. Íslensk vinnslutækni horfir ekki til útlanda þegar kemur að næstu skrefum heldur eru það einmitt önnur lönd sem horfa æ meira til Íslands til að sækja sér fyrirmyndir í fram­
þróun sinnar fiskvinnslu, ritar Jóhann Ólafur Halldórsson, ritstjóri Ægis meðal annars í leiðara blaðsins.

Meðal efnis blaðsins má nefna viðtal við stjórnendur kælismiðjunnar Frosts,  viðtal við Heimi Hallgrímsson hjá Kapp. Hafstein Ólafsson hjá Beiti, umfjöllun um sótthreinsikerfi frá D-Tech, framleiðslu fiskvinnsluvéla hjá Curio, nýa flokkara frá Völku, fiskvinnsluvélar  frá Vélfagi, vinnslubúnað frá Marel, nýja hátæknivinnslu Brims á Norðurgarði, fjölgun róbóta í Vinnslu Visis hf. og  viðtal við Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyja.

Deila: