Hrefnukvótinn við Noreg 1.278 dýr

15
Deila:

Hvalveiðivertíð Norðmanna er hafin. Kvótinn í ár er 1.278 hrefnur og hafa útgerðir þrettán báta fengið veiðileyfi. Noregur er eitt fárra landa sem heimilar hvalveiðar í ábataskyni ásamt Íslandi, en engar veiðar á hrefnu eða stærri hvölum voru stundaðar hér á síðasta ári.

Hrefnustofninn við Noreg er talinn um 100.000 dýr og eru veiðarnar sjálfbærar.  Á síðasta ári voru veiddar 503 hrefnur sem var það mesta í mörg ár.

Hafrannsóknastofnun Íslands hefur lagt til að veiðar á hrefnu við landið fari ekki yfir 217 dýr á hverju ári á tímabilinu 2018 til 2025. Sá kvóti hefur verið lítið nýttur. Stofnunin hefur jafnframt lagt til að á sama tíma verði ekki veitt meira af langreyði en 161 dýr vestur af landinu og 48 dýr á svæðinu milli Íslands og Færeyja. Sá kvóti hefur heldur ekki verið mikið nýttur og ráða markaðsaðstæður fyrir afurðirnar það mestu.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

 

Deila: