Færeyska sjónvarpið fjallar um málefni Samherja

25
Deila:

„Í kvöldfréttum færeyska ríkisútvarpsins kemur fram að skattayfirvöld þar í landi séu með til skoðunar viðskipti færeysku útgerðarinnar Framherja, sem er að hluta í eigu Samherja, við félög á Kýpur sem einnig eru í eigu Samherja. Í heimildamynd sem var sýnd í færeyska sjónvarpinu í fyrrakvöld  kemur framkvæmdastjóri Framherja af fjöllum þegar hann er spurður um þessi sömu viðskipti.“ Svo segir í frétt á ruv.is í gær. Þar segir ennfremur:

„Þetta er seinni hluti heimildamyndarinnar Teir ómettilegu eða Þeir óseðjandi sem fjallar um tengsl Samherjamálsins við Færeyjar. Í fyrri hlutanum kom meðal annars fram að Samherji væri talinn hafa brotið bæði færeysk og namibísk lög með því að skrá íslenska sjómenn á færeysk fraktskip, á meðan þeir voru raunverulega við störf á fiskiskipum við strendur Namibíu.

Vildi ekki spyrja sjálfur

Í seinni hlutanum sem sýndur var í gær er vísað í umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja á Kýpur. Annfinn Olsen, framkvæmdastjóri færeyska útgerðarfélagsins Framherja, sem er í eigu Samherja og fjölskyldu hans sjálfs, virðist koma af fjöllum þegar fréttamaður Kringvarpsins ber undir hann viðskipti félagsins sem hann stýrir við félög á Kýpur – sem einnig eru í eigu Samherja.  „Erum við þar?“ Spyr Anfinn Jan Lamhauge fréttamann.

Annfinn sagði að spyrja yrði Samherja út í þetta. Hann sagðist ekki hafa viljað spyrja sjálfur – því stundum væri betra að vita ekkert. Í frétt Kringvarpsins segir að árum saman hafi því verið haldið fram að Framherja sé í raun stýrt af Samherja, sem þó á aðeins fjórðung í félaginu. Í heimildamyndinni er einnig er rætt við Bjørn á Heygum sem hefur setið í stjórnum fjölda Samherjafélaga í Færeyjum, þar á meðal útgerðarinnar Framherja.“

Myndina má sjá hér. 

 

Deila: