Vilhelm farinn í fyrsta túrinn 

27
Deila:

Nú síðdegis hélt nýtt og glæsilegt uppsjávarskip Samherja hf., Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í sína fyrstu veiðiferð en skipið kom úr smíðum í Danmörku í síðustu viku. Stefnan var tekin á kolmunnamið í færeysku lögsögunni. Skipstjórarnir tveir, Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson fóru báðir í þessa veiðiferð og nokkrir aðrir sem koma til með að verða í áhöfn skipsins en alla jafna verða 8 í áhöfn.

Guðmundur sagði stefnuna að sjálfsögðu að fiska sem mest í túrnum en vissulega verði veiðiferðin nýtt til að prófa búnaðinn og læra á skipið. „Það eru allir mjög spenntir að hefja veiðar á þessu frábæra skipi,“ sagði hann stuttu árin en landfestar voru leystar. Það var að sjálfsögðu Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja sem leysti landfestar skipsins og á meðfylgjandi mynd er hann með hið glæsilega skip fyrirtækisins í bakgrunni.
Ljósmyndir Jóhann Ólafur Halldórsson.

Deila: