Loðna í stað kolmunna

19
Deila:

Heildarafli í mars 2021 var tæplega 104 þúsund tonn sem er 11% meiri afli en í mars 2020. Botnfiskafli var rúmlega 55 þúsund tonn samanborið við 53 þúsund tonn í mars í fyrra. Af botnfisktegundum veiddust 33 þúsund tonn af þorski. Uppsjávarafli í mars var að mestu loðna, 45 þúsund tonn, en engin loðna veiddist árið 2020. Kolmunaafli dróst hinsvegar verulega saman, var 1.700 tonn samanborið við 38 þúsund tonn í mars 2020.

Á 12 mánaða tímabili, frá apríl 2020 til mars 2021, var heildaraflinn rúmlega ein milljón tonn sem er 9% meira magn en var landað á sama 12 mánaða tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli 572 þúsund tonn, botnfiskafli 476 þúsund tonn og flatfiskafli rúm 25 þúsund tonn.

Afli í mars 2021 metinn á föstu verðlagi bendir til 8,7% verðmætaaukningar miðað við mars 2020.

Fiskafli
  Mars Apríl-mars
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 95,3 103,6 8,7
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 93.287 103.999 11 990.017 1.079.046 9
Botnfiskafli 53.408 55.371 4 469.159 476.259 2
Þorskur 32.897 33.022 0 269.348 282.861 5
Ýsa 5.237 5.734 10 52.240 56.226 8
Ufsi 6.010 8.199 36 61.857 53.544 -13
Karfi 5.955 5.064 -15 54.181 52.271 -4
Annar botnfiskafli 3.310 3.353 1 31.532 31.357 -1
Flatfiskafli 1.330 1.977 49 20.320 25.530 26
Uppsjávarafli 38.387 46.293 21 490.966 572.086 17
Síld 0 0 0 138.084 134.273 -3
Loðna 0 44.593 100 0 70.726 0
Kolmunni 38.387 1.700 -96 224.796 215.552 -4
Makríll 0 0 0 128.085 151.534 18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 1 1 -11
Skel-og krabbadýraafli 161 358 122 9.570 5.160 -46
Annar afli 0 0 0 3 10 215

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

Deila: