Fundað um rússneska fiskmarkaðinn

14
Deila:

Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Moskvu boða til kynningarfundar þar sem fjallað verður um nýjustu þróun á rússneska sjávarútvegsmarkaðinum. Einnig verður rædd þátttaka Íslands í sjávarútvegssýningunni IV Global Fishery Forum & Seafood Expo, en sökum góðs árangurs í Rússlandi gegn Covid-19 hefur verið ákveðið að halda sýninguna í St. Pétursborg í júlí 2021.

Kynningarfundurinn verður haldinn 21. apríl kl. 13 á Zoom og fer fram á ensku.

 

Deila: