Hörð gagnrýni á mynd Netflix, Seaspiracy

128
Deila:

Nýjasta heimildarmynd Netflix um heimshöfin, „Seaspiracy“ hefur vakið mikla athygli og umtal. Niðurstaða myndarinnar er að til að viðhalda heilbrigði hafsins og þeirra lífvera sem þar hafast við, sé eina leiðin að hætta öllum fiskveiðum á höfum heimsins.

Forstjóri sjávarafurðaráðs Noregs, Norges sjømatråd, Renate Larsen, bregst við þessum skilaboðum myndarinnar á heimasíðu ráðsins. Hún segir þau í grundvallaratriðum röng. Að hætta fiskveiðum væri það síðasta sem við ættum að gera. Heimsbyggðin þurfi á meiri fæðu að halda, ekki minni.

Hún segir að boðskapur myndarinnar sé algjörlega óboðlegur. Þar sé farið með mjög umdeilanleg atriði sem þarfnist frekar skýringa á hærri stigum. Því miður sé stuðst við úreltar staðreyndir og máluð mjög einhliða mynd af afar fjölbreyttri starfsemi, þar bæði séu fyrirmyndarfyrirtæki og slæm fyrirtæki.

Myndin hefur fengið mikla gagnrýni frá sjávarútveginum, vísindamönnum og sjálfstæðum samtökum þar sem rangar fullyrðingar eru leiðréttar og heiðarleiki framleiðanda myndarinnar dreginn í efa. The New York Times hefur birt afar gagnrýna umfjöllun um myndina review og fiskifræðingurinn Emily De Sousa hefur greint allar helstu staðhæfingar í myndinni í grein. this article on Sustainable Fisheries.

Larsen segir að samþykkja megi þær fullyrðingar myndarinnar þess efnis að við verðum umgangast höfin og fiskistofnana í þeim að virðingu. Norðmenn geri það með stjórnun fiskveiða og fiskeldis sem byggist á ráðleggingum sjálfstæðra alþjóðlegra vísindamanna og veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgar.

Heimildamyndin hefur skapað umræðugrundvöll um framtíð sjávarútvegs og þörf heimsbyggðarinnar fyrir hollan mat út hafinu. Því miður dregur hún upp dökka og ranga mynd af raunveruleikanum og leitar uppi það sem miður fer. Hún getur þess ekki að ábyrgar og sjálfbærar fiskveiðar séu stundaðar víðast hvar. Hún horfir framhjá mikilvægi fiskveiða og fiskeldis til fæðuframboðs í heiminum.

Í skýrslu frá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir að verði fiskeldi og fiskveiðar alls staðar í heiminum rekið á ábyrgan og sjálfbæran hátt, megi sexfalda fæðuframboð frá þessum atvinnugreinum og að þar liggi mestu möguleikarnir í fiskeldinu.

„Framundan er toppfundur Sameinuðu þjóðanna um fæðuframboð og fæðuöryggi á komandi hausti. Þar skapast tækifæri fyrir sjávarútveginn til að skipa sér á þann sess sem hann á skilið. En til þess þarf að grípa til aðgerða og við erum tilbúin til þess,“ segir Larsen.

 

Deila: