Svenni Rikka eftirminnilegur

15
Deila:

Dalvíkingar er tíðir gestir í viðtalinu „Maður vikunnar“ enda annálaðir sjómenn þar. Að þessu sinni er Daníel Halldórsson vélstjóri Björgvin EA 311 í viðtalinu. Honum fannst það skrýtið þegar áhöfnin var kölluð upp í brú til tilkynna henni að heimsfaraldur væri skollinn á, en aðgerðirnar að sjálfsögðu réttlætanlegar.

Nafn:

Daníel Halldórsson

Hvaðan ertu?

Dalvík. Hef alltaf búið þar.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð og með eitt barn.

Hvar starfar þú núna?

Vélstjóri á ísfisktogaranum Björgvin EA311.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

15 ára gamall í fiskverkun. Hef síðan þá starfað við sjávarútveg beint eða óbeint.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn og að fá að taka þátt að einhverju leyti og fylgjast með þessari gríðarlegu tækniþróun sem er að eiga sér stað, bæði í landi og til sjós. Allt til að skila betra hráefni og mæta kröfuhörðum viðskiptavinum.

En það erfiðasta?

Fjarveran frá fjölskyldu og svo tekur það auðvitað á að berjast um á sjó í verstu veðrunum yfir vetrarmánuðina.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þegar skipstjórinn kallaði alla áhöfnina upp í brú til að segja okkur að nú væri skollinn á heimsfaraldur út af Covid og okkur yrði skipt niður í tvær áhafnir þar sem enginn mætti fara í land milli túra. Ég hélt að maður myndi aldrei  upplifa eitthvað svona. Mér fannst þetta skrýtið „móment“ en að sjálfsögðu réttlætanlegar aðgerðir.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég segi Svenni Rikka. Þekkja hann flestir Dalvíkingar, mjög góður maður. Annars eru þeir margir eftirminnilegir.

Hver eru áhugamál þín?

Mótorhjól, vélsleðar, almenn útivera, fjallareiðhjól, golf, strandblak, tölvuteikning, tæknigræjur, gítarspil og margt fleira.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Hárrétt elduð nautalund.

Hvert færir þú í draumfríið?

Færi með krakkann í stóran vatnsrennibrautagarð einhvers staðar og skildi mömmuna eftir heima.

 

Deila: