Ofnbökuð lúða

1865
Deila:

Nú gæðum við okkur á lúðu. Hin er einstaklega góður matfiskur og sérstaklega flök af minni lúðu. Stórlúðan getur verið frekar gróf enda getur hún orðið meira en 2 metrar að lengd og yfir 100 kíló að þyngd. Þetta er einfaldur og hollur fiskréttur og fljótlegur í matreiðslu. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald:
lúðuflak um 800g beinhreinsað en með roði

6 hvítlauksgeirar, marðir

2 msk. extra virgin ólífuolía

2 msk. fersk steinselja, söxuð

2 tsk. nýmalaður svartur pipar

2 tsk. salt

4 sítrónubátar

1 dl. hvítvín

Aðferð:

Forhitið ofninn í 180°C

Blandið saman í skál hvítlauk, ólífuolíu, salti og svörtum pipar.
Leggið lúðuflakið í heilu lagi eða fjórum hæfilegum bitum niður á roðhliðina í eldfast mót.
Jafnið olíublöndunni yfir fiskinn og hellið víninu yfir.
Bakið fiskinn í um 15 mínútur og dreifið þá steinseljunni yfir og bakið áfram í fimm mínútur, tíminn fer eftir þykkt flaksins. Færið fiskinn upp á fat og dreifið því sem eftir er af olíublöndunni yfir fiskinn. Berið hann fram með sítrónubátum, hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.

 

Deila: