Vilhelm landar í Skagen

119
Deila:

Vilhelm Þorsteinsson, hið nýja uppsjávarskip Samherja, kom inn til löndunar í Skagen í Danmörku í dag. Skipið var með fullfermi af kolmunna, um 3.100 tonn.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja segir að veiðiferðin hafi gengið mjög vel og engin vandamál komið upp. Fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar Karstensens nota svo tækisfærið til að koma um borð til að yfirfara ýmis smáatriði.

Kristján segir að skipið haldi til veiða á ný að löndun lokinni en ekki liggi fyrir hvar landað verði næst. Vilhelm var kolmunnaveiðum sunnarlega í lögsögu Færeyja og heldur þangað á ný

Deila: