160 tonn tekin upp rennuna

296
Deila:

Maður vikunnar byrjaði að vinna við sjávarútveginn í rækjuverksmiðjunni Strýtu en er nú í brúnni á Björgvin EA. Honum fannst skrýtið að fá pabba sinn, skipstjóra til margra ára, sem stýrimann hjá sér.

Nafn:

Oddur Brynjólfsson

Hvaðan ertu?

Myndi aldrei titla mig annað en Akureyring.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Andreu Diljá og á 3 börn og mjög mörg dýr.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Samherja sem stýrimaður / afleysingaskipstjóri á Björgvin EA 311.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 2003 í rækjuverksmiðjunni Strýtu, 2004 byrja ég svo á sjó.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þessar tækninýjungar sem eru að eiga sér stað eru mjög spennandi, svo er alveg magnað þegar maður er á sjó í góðri veiði í góðu veðri.

En það erfiðasta?

Vetrarbrælurnar og fjarvera frá fjölskyldunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Veit ekki alveg með skrýtið en svona eftirminnilegasta er kláralega fyrsta holið sem ég sá híft á Kristinu, 160 tonn tekin upp rennuna, alltaf bjóst ég við því að pokarassgatið kæmi upp en nei, bara eftir hverri gjörð kom næsta og næsta varð gjörsamlega orðlaus þegar pokinn á endanum kom upp held að flestir sem upplifðu þetta geti verið mér sammála, en jú skrítnasta er klárlega þegar pabbi (skipstjóri í marga áratugi) kom sem stýrimaður hjá mér.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Áhöfnin sem var með mér á Björgvin árið 2005 kemur sterk inn, virkilega skemmtilegir tímar sem kveiktu líka áhuga minn fyrir sjómennsku fyrir alvöru. Svo er erfitt að velja einhvern einn en Johnny sem var vinnslustjóri á Kiel, Angantýr Arnar skipstjóri Á Kaldbak, Þór Þormar stýrimaður á Vilhelm og Ásgeir Pálsson skipstjóri á Björgvin þetta eru svona þeir sem poppa fyrstir upp í huga mínum.

Hver eru áhugamál þín?

Samvera með fjölskyldunni, ferðalög, hlaup og bara almen heilsurækt, matargerð og  svo finnst mér mjög gaman að spila „counter strike“ af og til í góðra vina hópi.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Erfiðasta spurningin, en  þegar ég er erlendis finnst mér skemmtilegast að fara á mexíkóska, indverska staði og ítalska staði.

Hvert færir þú í draumfríið?

Austur Asía, Víetnam, Taíland og löndin þar í kring koma sterk inn.

 

Deila: