Öll sýni neikvæð

9
Deila:

Öll sýni sem tekin voru úr skipverjum í áhöfn Þórsness SH í morgun reyndust neikvæð. Áhöfnin hefur verið í sóttkví um borð við bryggju á Þórshöfn frá því í morgun. Frá þessu er greint á ruv.is

Um þrjúleitið í gær tilkynnti skipstjórinn á Þórsnesi Landhelgisgæslunni að fimm skipverjar væru orðnir slappir og komnir með hita og einkenni hálsbólgu. Þá var varðskipið Þór á leiðinni til aðstoðar skipinu eftir að aðalvél þess bilaði um 40 mílur norður af Langanesi.

Sautján eru um borð og voru tekin sýni úr öllum skipverjum á Þórshöfn í morgun til að ganga úr skugga um hvort þeir væru með Covid-19. Við rannsókn á Sjúkarhúsinu á Akureyri reyndust öll sýnin neikvæð.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

 

Deila: