Makrílkvótinn verður 140.627 tonn

235
Deila:

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um ákvörðun makrílafla íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands og á samningssvæði Norðaustur-Atlanthshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja árið 2021. Alls hefur markílaflinn verið ákvarðaður 140.627 tonn eða sem svarar 16,5% af samþykktum heildarafla á vettvangi NEAFC.

Tilkynning Íslands um umræddan heildarafla hefur þegar verið send til NEAFC en reglugerðin tekur gildi í dag.
Leyfilegur makrílafli á sípasta ári var 171.000 tonn eftir sérstakar úthlutanir og færslu ónýtts kvóta frá árinu áður. 22.000 tonn voru óveidd í árslok og mun þau líklega verða flutt yfir á þetta ár. Það kemur í ljós, þegar Fiskistofa hefur úthlutað aflaheimildum þessa árs. Þá verða ennfremur 5,3% af úthlutunni dregin frá heildarkvóta og fara í „potta“ ríkisins til endurúthlutunar.

Deila: