Vitanum á Hrólfsskeri viðhaldið
Áhöfnin á varðskipinu Þór og starfsmenn Vegagerðarinnar sigla þessa dagana meðfram ströndum landsins vegna eftirlits á ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.
Í síðustu viku var unnið að viðhaldi á vitanum á Hrólfsskeri og Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór tók þetta skemmtilega myndband við það tækifæri.
https://youtu.be/phlM7QueyNI