Minni fiskafli í maí

140
Deila:

Heildarafli í maí 2021 var tæplega 108 þúsund tonn sem er 14% minna en í maí 2020. Botnfiskafli var rúmlega 46 þúsund tonn samanborið við 42 þúsund tonn í maí í fyrra. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða rúm 25 þúsund tonn. Uppsjávarafli í maí var mestmegnis kolmunni, 58 þúsund tonn samanborið við tæp 79 þúsund tonn í maí árið 2020.

Á tólf mánaða tímabili, frá júní 2020 til maí 2021, var landaður afli tæplega 1,1 milljón tonn sem er 12% meira magn en var landað á sama tólf mánaða tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli 574 þúsund tonn, botnfiskafli 483 þúsund tonn og flatfiskafli rúm 25 þúsund tonn.

Afli í maí 2021 metinn á föstu verðlagi bendir til 0,3% verðmætaaukningar miðað við maí í fyrra.

Fiskafli
 MaíJuní-maí
20202021%2019-20202020-2021%
Fiskafli á föstu verði
Vísitala92,492,70,3
Fiskafli í tonnum
Heildarafli125.570108.176-14969.0841.088.34412
Botnfiskafli42.44746.4769458.772483.2175
Þorskur26.68625.310-5269.818281.3704
Ýsa3.4764.5923248.49558.10120
Ufsi3.9807.0777857.24857.1580
Karfi4.1754.396552.11552.8381
Annar botnfiskafli4.1315.1012331.09633.7509
Flatfiskafli2.8722.787-320.13825.45126
Uppsjávarafli79.71458.180-27481.970573.65019
Síld016138.084134.289-3
Loðna00070.726
Kolmunni78.94558.040-26215.431217.9521
Makríll769118-85128.454150.67617
Annar uppsjávarfiskur0517391
Skel- og krabbadýraafli536693298.2025.459-33
Annar afli041256626.432

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Deila: