Mikið fall í útflutningi Breta til ESB

171
Deila:

Útflutningur á laxi frá Bretlandi til landa innan Evrópusambandsins hefur fallið um 20% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þá hefur sala á öllu fiskmeti fallið um 52% á sama tíma. Annars er það skoskur eldislax, sem fer mest til ESB-landanna í heildsölu og inn á veitingamarkaðinn.

Af öllum útflutningi Breta á matar- og drykkjarvöru, eru 26% frá Skotlandi, að verðmæti um þúsund milljarðar íslenskra króna. Uppistaðan í þeim útflutningi mun vera lax og Whisky.

Miklir erfiðleikar voru í útflutningi sjávarafurða frá Bretlandi til ESB-landa í upphafi árs vegna breytinga á reglum um útflutninginn og mikilla tafa á landamærum. Sömuleiðis hafði lokun veitingahúsa vegna kórónaveirunnar mjög slæm áhrif.

Samtök matar- og drykkjaframleiðenda  telja að samdrátturinn á heildina litið sé um 47% og að skýringin sé að mestu leyti vegna breytinga á umhverfi útflutningsins gagnvart ESB. Á hinn bóginn hefur gengið vel að flytja fiskafurðir á aðra markaði eins og í Asíu.

Bresk stjórnvöld telja það of snemmt að meta langtímaáhrif af útgöngunni úr ESB og benda á að í mars og apríl hafið útflutningur til ESB-landa verið meiri en meðaltalið á síðasta ári.

Talsmaður samtaka matar- og drykkjaframleiðenda er ekki á sama máli. Hann segir af fall um 2 milljarða punda, 341 milljarð íslenskra króna, sé meiriháttar áfall fyrir iðnaðinn sýni vel þann tekjumissi sem hann horfi fram á vegna viðskiptahindrana við útflutning til Evrópusambandsins.

Deila: