Nýr Christian í Grótinum sjósettur í Póllandi
Skrokkur hins nýja uppsjávarskips Christian í Grótinum hefur verið sjósettur í Póllandi. ÞNú tekur við fjögurra vikna vinna við skipið áður en skrokkurinn verður dreginn til Karstensens Skibsværft skipasmiðjunnar í Skagen í Danmörku. .
Skrokkurinn er rúmlega 90 metra langur og 18 metra breiður. Þetta verður stærsta skip sem skipasmíðastöðin mun smíða. Helsta vinnan sem eftir er í Póllandi er að setja brúna á skipið og gera það að öðru leyti klárt fyrir dráttinn til Danmerkur.