Bjarki hefur störf hjá Arctic Fish
Arctic Fish bætir við starfsmanni í fjármálateymi félagsins. Bjarki Guðmundsson mun hefja störf 1 júlí næstkomandi. Bjarki er 42 ára gamall Ísfirðingur, giftur og á tvö börn. Bjarki hefur búið á Ísafirði mest alla sína ævi að undanskildum nokkrum árum þegar hann var búsettur í Reykjavík. Undanfarin ár hefur Bjarki verið að afla sér aukinnar menntunar, og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst vorið 2019. Námið stundaði hann í fjárnámi með vinnu. Flestir Ísfirðingar þekkja Bjarka úr starfi sínu hjá Bílaverkstæði SB en þar áður var hann í eigin rekstri í BK Bílasprautun og réttingar. Hann kemur því með góða blöndu af verk- og viðskiptaþekkingu inn í krefjandi verkefni sem eru fram undan hjá Arctic Fish.