10 tilboðum í makríl tekið

231
Deila:

Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í júní. Alls bárust 37 tilboð, þar af voru 5 afturkölluð í samræmi við reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021. Að þessu sinni var 10 tilboðum tekið.
Um var að ræða veiðiheimildir í makríl í skiptum fyrir þorsk.Í boði voru 7.453 tonn af makríl. Fyrir þau var greitt með 3.226 tonnum af þorski. Mest fór til Beitis NK, 3.000 tonn, Ásgrímur Halldórsson fékk 2.000 tonn, Ljósafell SU 1.500 tonn, Sandfell SU 500 tonn og Sigurður VE 451 tonn.

Deila: