246 bátar með of mikinn afla

153
Deila:

Leyfi til strandveiða hafa verið gefin út til 678 báta og var landaður afli strandveiðibáta síðasta, miðvikudaginn orðinn samtals 7.423.129 kg., sem er 64.13% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Í 10. viku strandveiða frá 5. júlí – 9. júlí lönduðu 246 skip afla umfram leyfilegan heildarafla í veiðiferð, samtals 14.581 kg.

Meðfylgjandi myndi sýnir yfirlit yfir umframafla í tíundu viku. Bláu súlurnar sýna 22 skip af 30 sem lönduðu alls 100 kg. eða meira yfir leyfilegt magn. Gráu súlurnar sýna heildarmagn umframafla fyrir hvern löndunardag en umframafli var mestur mánudaginn  5. júlí sl. eða 5.758 kg.

Grænu súlurnar sýna umframafla eftir svæðum og sem fyrr kemur mestur umframafli á land á svæði A eða 8.465 kg.

Deila: