Fjögur leyfi til ígulkeraveiða í boði

126
Deila:

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um leyfi til veiða á ígulkerum fiskveiðiárið 2021/2022, sbr. reglugerð nr. 765/2020 um veiðar á ígulkerum.

Veiðileyfum skal úthluta til skipa sem hafa stundað veiðar á ígulkerum á síðustu þremur fiskveiðiárum.  Alls verða leyfin fjögur.  Ef fleiri en fjórir aðilar hafa stundað veiðarnar, þá skulu þau skip sem mestan afla hafa ganga fyrir öðrum við úthlutun.

Sækja skal um veiðileyfi í UGGA , upplýsingagátt Fiskistofu, og skulu fylgja umsókninni upplýsingar um veiðar umsækjenda á ígulkerum þrjú síðustu fiskveiðiár og samningur um vinnslu á ígulkerum í landi eða jafngild yfirlýsing þegar um eigin vinnslu er að ræða. Í báðum tilfellum þarf staðfesting frá MAST að fylgja um að viðkomandi vinnsla hafi gilt vinnsluleyfi frá MAST.

Opið er fyrir umsóknir frá mánudeginum 16. ágúst til og með 22. ágúst 2021, en þá lýkur umsóknarfresti.

Deila: