Kanna áhuga á sjávarútvegssýningu í Kanada

133
Deila:

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í sýningunni Canadian Seafood Show sem haldin verður í Montreal í Kanada dagana 16.-17. september nk. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við sendiráð Íslands í Kanada og aðalræðisskrifstofu Íslands í New York.

 Canadian Seafood Show er ætluð fyrirtækjum í framleiðslu sjávarafurða og aðilum sem þjónusta sjávarútveginn um hvaðeina sem snýr að skipum, veiðum og vinnslu sjávarafurða og flutningum. Sýningin var fyrst haldin árið 2019 en hana sækja öll helstu sjávarútvegsfyrirtæki og kaupendur sjávarafurða í Kanada. Samhliða sýningunni fer fram ráðstefna þar sem m.a. verður rætt um sjálfbærni, rekjanleika, endurnýjanlega fiskistofna o.fl. Sjá nánari upplýsingar um sýninguna 

 Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada mun halda utan um þátttöku íslensku fyrirtækjanna og viðveru á sýningunni, í samstarfi við Íslandsstofu. Fyrirhugað er að vera með lítinn þjóðarbás fyrir Ísland þar sem fyrirtækin hafa eigin merkingar og fundaaðstöðu. Kostnaður á hvert fyrirtæki er 200.000 kr. ISK.

 Kanada opnaði landamærin við Bandaríkin 9. ágúst sl. og mun að öllum líkindum opna fyrir ferðalög frá Evrópu þann 7. september, samkvæmt fréttaflutningi í Kanada.

Deila: