Ýsuhvammur vaktaður af umhverfisstofnun

150
Deila:

Plast og hlutir tengdir sjávarútvegi eru algengasta ruslið sem finnst við kerfisbundna vöktun stranda á Íslandi. Ný vöktunarströnd á Austurlandi hefur bæst við og eru þær nú orðnar sjö talsins.

Til að fylgjast með þróun á magni og samsetningu þess rusls sem berst á strendur Íslands hefur Umhverfisstofnun valið ákveðin strandsvæði til reglulegrar vöktunar. Þar er allt rusl tínt og flokkað samkvæmt staðlaðri aðferðafræði.  

Strandvöktun hafin á Austurlandi

Ströndin Ýsuhvammur í nágrenni Reyðarfjarðar hefur nú bæst í hóp vaktaðra stranda og er sú eina á Austurlandi. Samið hefur verið við Náttúrustofu Austurlands um að vakta ströndina þrisvar sinnum á ári. Starfsmaður Umhverfisstofnunar aðstoðaði starfsmenn Náttúrustofunnar við fyrstu vöktunina.   

Strandir í vöktun Umhverfistofnunar eru: 

  • Surtsey
  • Bakkavík á Seltjarnarnesi
  • Búðavík á Snæfellsnesi
  • Rauðasandur
  • Rekavík bak Höfn á Hornströndum
  • Víkur á Skagaströnd
  • Ýsuhvammur, Reyðarfirði 
Deila: