Aflaverðmæti árið 2020 var 148 milljarðar

173
Deila:

Heildarafli íslenskra skipa árið 2020 var 1.021 þúsund tonn sem er 2,5% minni afli en landað var árið 2019. Aflaverðmæti fyrstu sölu jókst um 2,3% á milli ára og nam rúmum 148 milljörðum króna árið 2020.

Alls veiddust tæplega 464 þúsund tonn af botnfiski sem er 3,6% minna en árið 2019. Á sama tíma jókst aflaverðmæti botnfiskaflans um 1% úr 112 milljörðum króna í 113 milljarða króna. Af botnfiski veiddist mest af þorski árið 2020 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin með um helming af heildaraflaverðmætinu. Þannig var þorskaflinn árið 2020 alls 277 þúsund tonn og aflaverðmæti hans við fyrstu sölu nam tæplega 76 milljörðum króna.

Afli uppsjávartegunda var rúm 529 þúsund tonn árið 2020 sem er um 1% minni afli en árið 2019. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna, tæp 244 þúsund tonn. Loðna veiddist ekki á árinu 2020 annað árið í röð. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti 10 milljarðar króna, kolmunna (7 milljarðar) og síld (6,8 milljarðar).

Af flatfiski veiddust tæp 23 þúsund tonn árið 2020 sem er 3,6% meira en afli fyrra árs. Aflaverðmæti flatfiskafurða nam tæpum 9,9 milljörðum króna sem er 6% meira en árið 2019. Löndun á skelfisk og krabbadýrum var aðeins 4.900 tonn samanborið við 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam rúmum 1,2 milljörðum sem er 33% minna en árið 2019.

Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2019-2020 
 AflamagnAflaverðmæti 
20192020Mism %
2019-20
20192020Mism %
2019-20
 
Tonn Milljónir króna  
Heildarafli1.047.5681.021.020-2,5145.076148.3412,3 
       
Botnfiskafli samtals480.956463.632-3,6112.310113.4171,0 
Þorskur272.989277.5111,769.95075.8608,4 
Ýsa57.74754.214-6,114.42913.259-8,1 
Ufsi64.68150.450-22,010.4307.651-26,6 
Karfi53.38051.947-2,712.11012.1760,5 
Flatfiskafli samtals22.18822.9933,69.3189.8725,9 
Grálúða12.04412.5434,16.5116.9807,2 
Skarkoli6.8287.50910,01.8902.13713,1 
Uppsjávarafli samtals534.373529.423-0,921.57823.80310,3 
Síld30.04135.85119,31.1711.75249,6 
Norsk-íslensk síld107.88998.312-8,94.7355.0536,7 
Loðna0000 
Loðnuhrogn0000 
Kolmunni268.357243.725-9,27.1817.038-2,0 
Makríll128.084151.53418,38.4919.96017,3 
Skelfisk- og krabbaafli samtals10.0514.918-51,11.8701.249-33,2 
Humar259194-25,1267206-22,8 
Rækja2.9203.1277,11.053885-15,9 
        
Annar afli4525,000 
Deila: