Þjarkur í þjónustu Fisk Seafood

175
Deila:

Á undanförum 2 árum hefur FISK Seafood haft það að markmiði að leysa erfið og einhæf störf af hólmi með tæknivæðingu. Nýlega var fyrsti þjarkurinn tekinn í notkun. Þjarkurinn er staðsettur í pökkunarenda landvinnslunnar á Sauðárkróki og er hann forritaður til að raða kössum með lokaafurð á bretti, setja hornalista á kassastæður og plasta þær. Þjarkurinn er armur af gerðinni Bila Flex og notast við sogskálar til að lyfta kössum.

Heimasíða Fisk Seafood ræddi við Ásmund Baldvinsson yfirmann landvinnslunnar á Sauðárkróki sem var ánægður með þessa nýjung: „Róbótinn er kærkomin viðbót í tæknivæðinguna hjá okkur. Helsta verkefni hans er að raða 11 kg kössum á bretti í tólf hæðir auk þess að leggja millispjöld á milli raða. Hann sendir svo brettið í vafningsvél sem vefur brettið með strekkifilmu ásamt því að setja á það styrktarhorn. Uppsetningin og fyrstu dagarnir hafa gengið mjög vel“.

Deila: