Vinnufundur um laxeldi
Vinnufundur um laxeldi verður haldin 27. október á Ölvus Cluster, Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn. Fundurinn hefst kl. 08:30 og líkur um kl. 17:00 sama dag.
Viðfangsegni vinnufundarins er:
- Fóðurgerð framtíðar fyrir laxeldi
- Viðbrögð framtíðar við lúsavanda við eldi í sjó
- Ræktun stórseiða í stýrðu umhverfi á landi (RAS)
Fundurinn er opin öllum sem áhuga hafa á laxeldi og vilja kynna sér það helsta sem er að gerast varðandi viðfangsefni hans. Mikil umræða hefur verið um landeldi, en ræktun á stórseiðum er að hluta til landeldi þar sem vistun í sjókvíum er stytt en lengt í stýrðu eldi á landi. Það er hluti af baráttunni við t.d. laxa/fiskilús. Boðið verður upp á veitingar á fundinum og gert ráð fyrir greiðslu fyrir þær kr. 3.000.
Fundurinn fer fram á ensku og skráningargátt verður opnuð þegar nær dregur.