Tilboð í smíði rannsóknaskips opnuð
Opnuð hafa verið hjá Ríkiskaupum tilboð í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun.
Þrjú tilboð komu í smíði skipsins og komu þau öll frá spænskum skipasmíðastöðvum. Á næstu vikum verður farið yfir tilboðin, þau metin og í framhaldi þess hefjast viðræður við þá sem buðu í verkið.