Borgarísjaki út af Melrakkasléttu
Stærðarinnar borgarísjaki er nú um skammt undan ströndum Melrakkasléttu, við Hraunhafnartanga. Vísindamenn hjá Rannsóknarstöðinni Rif birtu myndir af ísjakanum, sem minnir helst á kirkju.
Ískirkja frá Grænlandi
„Þvílíkt útsýni í dag: Ískirkjan,“ segir í færslu sem Rannsóknarstöðin Rif birti á Facebook í dag. Á vef Veðurstofunnar birtust tilkynningar um tvo borgarísjaka á svipuðum stað í síðustu viku, annar þeirra var botnfastur en hinn stór og mikill. Líklegast er talið að borgarísjakarnir hafi brotnað úr Grænlandsjökli og borist með hafstraumum til Íslands.