Rafræn útsending á málstofu Hafró
Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 12:30 verður rafræn útsending á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Professor Steve Hawkins flytur erindið: Long-term observations, experiments and modelling to understand responses of Rocky Shore Ecosystems to Climate Change / Langtímavaktanir, tilraunir og líkanagerð með það að markmiði að skilja betur áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi í klettafjörum.
Erindið verður flutt á ensku.
Um fyrirlesara
Stephen J. Hawkins er professor emeritus við Háskólann í Southampton þar sem hann var jafnframt forseti líffræðideildarinnar en áður hafði hann m.a. verið forstöðumaður Sjávarrannsóknastöðvarinnar í Plymouth (Marine Biological Associastion (MBA)). Hann er ritstjóri og í ritstjórn ýmissa vísindarita í sjávarlíffræði, m.a. ritsins Oceanography and Marine Biology Annual Review. Hann hefur einkum stundað rannsóknir í sjávarvistfræði og við þær rannsóknir notað lífríki fjörunnar sem tilrauna- og rannsóknavettvang. Hawkins hefur lengi haft tengsl við Ísland og er nú í samstarfi við Hafrannsóknastofnun um rannsóknir á lífríki fjörunnar.