Stefnt að rammasamningi við Færeyjar fyrir áramót

220
Deila:

Til þessa hafa íslensk og færeysk stjórnvöld samið árlega um aflaheimildir og aðgang að lögsögum landanna. Þetta eru gjarnan tímafrekar viðræður og því Samskipti Íslands og Færeyja hefur nú um nokkurt skeið verið unnið að gerð rammasamnings sem leysi þetta árlega fyrirkomulag af hólmi. Lagt er til að aukinn kraftur verði lagður í viðræður um samning þennan og honum lokið eigi síðar en fyrir árslok 2021.
Þetta er meðal tillagna í skýrslu sem utanríkisráðuneytið hefur gefið út um samskipti Íslands og Færeyja. Þar segir ennfremur um samskipti þjóðanna í fiskveiðum:

„Sögulega séð hafa mestu samskipti Íslands og Færeyja hverfst í kringum sjávarútveg. Árið 1976 veitti Ísland Færeyjum einhliða fiskveiðiheimildir eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur til að veiða allt að 17 þús. tonn af botnfiski í lögsögu Íslands (þorsk, ýsu, o.fl.). Árið 1991 var Færeyjum veitt frekari heimild til að veiða allt að 30 þús. tonn af loðnu við Ísland, sem var til komin vegna efnahagskreppu í Færeyjum á þeim tíma. Frá sama tíma fékk Ísland aðgang að færeyskri lögsögu, aðallega til veiða á kolmunna, en úr eigin kvóta.

Fiskveiðisamningar milli Íslands og Færeyja hafa verið gerðir árlega og lagðir fyrir Alþingi til samþykktar. Undanfarin ár hafa Færeyjar fengið að veiða 5.600 tonn af botnfiski og 25-30 þús. tonn af loðnu. Þjóðirnar hafa síðan árlega samþykkt gagnkvæmar veiðiheimildir til veiða á síld og kolmunna í lögsögum hvor annarrar. Færeyingar hafa um áratuga skeið fengið tilslakanir frá Íslandi, t.d. varðandi magn kvótanna, skiptingu tegunda eða löndunartímabil. Þetta breyttist í desember 2017 eftir samþykki fiskveiðifrumvarpsins, en þá samþykkti Alþingi þingsályktun sem lokaði á loðnuveiðar Færeyinga á Íslandsmiðum 2018 nema samkomulag næðist um aðgang íslenskra skipa til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu 2018. Færeyingar mótmæltu þessu, töldu þetta ólögmætt, en samningar tókust þó í lok janúar 2018 um veiðar fyrir það ár.

Allt fram á áttunda áratug 20. aldar byggðist sjávarútvegur á Íslandi og í Færeyjum á bolfiskveiðum og síldveiðum. Upp úr því urðu veiðar fjölbreyttari þegar farið var að veiða loðnu og síðar makríl og kolmunna. Útfærsla fiskveiðilandhelgi Íslendinga árið 1972 í 50 sjómílur og árið 1975 í 200 mílur hafði víðtæk alþjóðleg áhrif þ.m.t. á veiðar Færeyinga. Útfærsla landhelgi Færeyinga árið 1977 hafði einnig áhrif á veiðar Íslendinga í færeyskri landhelgi. Gildandi fiskveiðisamningur var gerður 3. nóvember 2020 og felur hann í sér eftirfarandi réttindi beggja aðila:

Deila: