Verja 4,5 milljörðum til kynningar á sjávarfangi
Útflutningsráð sjávarafurða í Noregi mun á næsta ári verja um 4,5 milljörðum íslenskra króna til markaðssetningar á sjávarafurðum frá Noregi. Afurðirnar verða kynntar í 30 löndum og er mest áhersla lögð á Spán og Suður-Kóreu. Haldnar verða sérstakar kynningar víða um heim og þeim fylgt eftir með auglýsingaherferðum. Heildarupphæðin er svipuð og á þessu ári.
Fjármunum verður varið með eftirfarandi hætti eftir afurðaflokkum. Upphæðirnar eru í íslenskum krónum:
•Lax 2,2 milljarðar.
•Hvítfiskur, ferskur og frosinn 1 milljarður.
•Verkaður fiskur, skreið, þurrkaður og blautverkaður saltfiskur 582 milljónir.
•Uppsjávarfiskur 491 milljón.
•Skelfiskur 287 milljónir
Mestu fé verður varið í fimm löndum, sem eru
•Suður-Kórea 483 milljónir.
•Spánn 431 milljón.
•Frakkland 340 milljónir.
•Japan 295 milljónir
•Kína 257 milljónir.