Næsta sjávarútvegsráðstefna verður að ári
Á aðalfundi Sjávarútvegsráðstefnunnar sem haldinn var þann 12.11.2021 var ákveðið að hafa næstu ráðstefnu 10.-11. nóvember 2022 í Hörpu. Það munu því líða þrjú ár á milli ráðstefna.
Ný stjórn
Skv. breytingum í samþykktum Sjávarútvegsráðstefnunnar var fulltrúum í stjórn fækkað úr 8 í 6. Úr stjórn félagsins fara Freydís Vigfúsdóttir, Magnús Valgeir Gíslason og Ragnhildur Friðriksdóttir og er þeim þakkað þeirra framlag. Anna Heiða Ólafsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Húnbogi Sólon Gunnþórsson, Tinna Gilbertsdóttir og Valmundur Valmundsson sitji áfram í stjórn. Nýr inn í stjórnina kemur Jón Birgir Gunnarsson sem fulltrúi þjónustufyrirtækja.
Efnistök
Sjávarútvegsráðstefnan 2021 var afboðuð með nokkurra daga fyrirvara. Lokið hafði verið við mest alla skipulagningu og búið að kynna dagskrá og ráðstefnuhefti. Það má gera ráð fyrir einhverjum breytingum á dagskrá, einstök erindi falli niður og jafnvel heilu málstofunnar. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2022 verður byggt á fyrra skipulagi en jafnframt bætt við nýjum málstofum.