Veiðigjöld áætluð 5,7 milljarðar
Tekjur ríkisins á næsta ári af veiðigjöldum eru áætlaðar 5,7 milljarðar króna samkvæmt frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Tekjur vegna leyfa til fiskeldis í verða 650 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu.
Veiðileyfagjald hefur verið svipað síðustu árin. Árið 2020 var gjaldið 4,8 milljarðar króna og 6,6 milljarðar árið 2019. Gjaldi var óvenju hátt árið 2018 eða 11,3 milljarðar.
Veiðigjaldið miðast við afkomu sjávarútvegsins á hverju ári og er lagt á eftir á. Miðað er við um 30% af tekjunum á ári hverju.