Færeyjar og Ísland endurnýja fiskveiðisamning

193
Deila:

Færeyingar og Íslendingar hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir fyrir næsta ár. Samkomulagið er óbreytt frá þessu ári. Færeyingar geta því áfram veitt botnfisk og uppsjávarfisk innan lögsögu Íslands og Íslendingar veitt uppsjávarfisk innan færeysku landhelginnar.

Veiðiheimildir Færeyingar í botnfiski við Ísland verða 5.600 tonn, þarf af 2.400 tonn af þorski og allt að 400 tonn af keilu. Hlutdeild Færeyja í loðnukvótanum verður áfram 5% af útgefnum heildarkvóta, en þó ekki meiri en 30.000 tonn.

Samkomulag er um aðgang beggja þjóðanna til að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld innan lögsögu hvorrar annarrar eins verið hefur. Auk þess fá Íslendingar 1.300 tonna  makrílkvóta frá Færeyjum, sem er óbreytt frá þessu ári.

„Fiskveiðisamningurinn milli Færeyja og Íslands er báðum þjóðunum mikilvægur og ég gleðst yfir því að hafa fengið lausn sem stuðlar að stöðugum og góðum samskiptum stjórnvalda og atvinnuveginum,“ segir Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Deila: