Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum skilar meiru
Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum skilaði 144 milljörðum íslenskra króna á fyrstu 10 mánuðum ársins. Það er sama fjárhæð og var á fyrstu 10 mánuðum ársins 2019, sem var metár í útflutningi frá eyjunum. Á sama tíma í fyrra var verðmætið 128 milljarðar. Aukningin milli ára er 11,4
Útflutningur á eldislaxi skilar langmestu af verðmætunum. Þau jukust um ríflega fjórðung á umræddu tímabili og námu alls 69 milljörðum íslenskra króna. Útflutningur á makríl skilaði 18,4 milljörðum króna, sem er lítilsháttar aukning. Útflutningur á þorski gaf af sér 13,9 milljörðum króna, sem er samdráttur um 5,2%.
Sé litið á magnið, for mest utan af makríl, 93.736 tonn, sem er aukning um 8,8%. Laxinn kemur næst í 65.060 tonnum, sem er aukning um 37,1%. Næst kemur kolmunni í 42.394 tonnum, sem er samdráttur um 2%, þá síld sem er í 36.608 tonnum, sem er samdráttur um 48,4%. Af þorski fóru utan 16.896 tonn, sem er samdráttur um 9,7%.
Í heildina fóru utan 419.784 tonn, sem er samdráttur um 3,7%.