Rúm 60.000 tonn af loðnu komin á land
Loðnuveiðum er nú lokið fyrir jólin. Aflinn er orðinn 62.753 tonn. Heildarkvóti er 661.064 tonn, eftir sérstakar úthlutanir upp á 35.089 tonn. Það kemur úr 5,3% hlut ríkisins af kvóta Íslands, sem það selur síðan í skiptum fyrir þorsk.
17 skip hafa landað loðnu samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Aflahæstu skipin eru Börkur NK með 5.855 tonn, Svanur RE með 5.169 tonn, Víkingur AK með 4.918 tonn og Jón Kjartansson með 4.223 tonn