Brim veldur usla á Borgarfirði eystri

Deila:

Vonskuveður var á Austurlandi í allan gærdag og mikið brim við ströndina, enda hásjávað og sterk norðanátt. Sjór gekk á land á Borgarfirði eystra og olli þar talsverðum skemmdum samkvæmt frétt á ruv.is.

Mikill sjór var í smábátahöfninni við Hafnarhólma og þar losnuðu bátar frá bryggju. Eigendum þeirra tókst með snarræði að binda þá aftur við bryggju, en nokkrir bátar eru talsvert skemmdir eftir þessar hamfarir. 

Borgfirðingar sem rætt var við í dag segjast aldrei hafa upplifað þvílíkt brim þar í firðinum.

Sergri Boiko tók myndskeiðið sem sést í spilaranum hér að ofan.

https://www.ruv.is/frett/2022/01/03/batar-skemmdust-i-sjogangi-a-borgarfirdi-eystra

Deila: