Pönnukökur með sjávarréttafyllingu
Flestum finnast pönnukökur með rjóma og sultu góðar, en þeirra er líka hægt að njóta á margan annan hátt. Þær má fylla með alls kyns góðmeti. Hér leggjum við til sjávarréttafyllingu í pönnukökurnar og fáum með því hollan og góðan fiskrétt.
Innihald:
120g niðursoðið krabbakjöt
120g rækjur
120g soðin lúða í flögum
3 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar, marðir
3 vorlaukar, smátt saxaðir
1½ bolli sveppir, smátt sneiddir
¼ tsk. salt
¼ tsk. malaður svartur pipar
2½ msk. hveiti
1 bolli fiskisoð
½ bolli hvítvín
1 bolli mjólk
½ bolli rjómi
1 cayenne pipar á hnífsoddi
1 msk. Old Bay seasoning eða sambærilegt krydd
½ rifinn ostur
¼ bolli rifinn parmesan ostur
4 til 8 pönnukökur
Aðferð:
Byrjið á því að baka pönnukökur eftir eigin uppskrift
Bræðið smjörið í potti yfir miðlungshita. Bætið vorlauknum og hvítlauknum út í og látið malla í eina mínútu. Bætið sveppunum út í og látið krauma í 3 mínútur. Lækkið hitann og hrærið hveitinu saman við. Látið malla í 2 mínútur. Bætið fiskisoðinu og hvítvíninu út í og hrærið vel í. Látið sósuna malla um stund uns hún byrjar að þykkna. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Bætið mjólkinni og rjómanum út í og látið malla þar til sósan fer að þykkna. Takið pottinn af hitanum og bætið cayenne piparnum út í. Takið frá ½ bolla af sósunni og bætið síðan fiskmetinu og megninu af parmesan ostinum og rifna ostinum út í sósuna og kryddið með Old Bay kryddinu eftir smekk.
Leggið pönnukökurnar á disk og jafnið sósunni í þær. Rúllið þeim síðan upp eða brjótið saman. Jafnið því sem eftir er af sósunni og ostinum ofan á pönnukökurnar. Skellið þeim síðan undir grillið í augnablik, eða þar til osturinn er farinn að gyllast. Berið fram með steinselju og fersku salati. Kjósi fólk að bera pönnukökurnar fram með hrísgrjónum er það fínn kostur.