Stýrið setur upp vef um loðnuveiðar

Deila:

Stýrið hefur sett í loftið upplýsingavefinn loðnufréttir til að fylgjast með ævintýralegum aflabrögðum sem eiga sér stað í íslenskri landhelgi þegar loðnan lætur á sér kræla. 

„Eins og flestir hafa heyrt þá stefnir í eina stærstu loðnuvertíð í 20 ár og því var ákveðið að setja upp síðu þar sem hægt er að fylgjast með framvindu vertíðarinnar, bera saman landanir skipa á þægilegan máta og lauslega vita hver verðmætasköpunin er í rauntíma. 

Þeir sem hafa komið inn á síðuna sem fyrstu notendur hafa allir áhuga á að rýna í hvernig verðmætin verða til en með því að fylgja eftir löndunum, nýtingu aflans og bera saman við heimsmarkaðsverð á mjöli, lýsi, og öðrum afurðum er hægt að slá upp til gamans hvernig gengur. Að sjálfsögðu eru öll verð í þessu ekki 
búin að raungerast svo við styðjumst við tölur sem nefndar hafa verið í kynningum fyrirtækja fyrir komandi vertíð. 

Hér á árum áður var reglulega sagt í lok fréttatíma ríkisútvarpsins; “nú verða fluttar loðnufréttir” og er síðan móðins lausn til að fréttamenn nútímans þurfi ekki að lesa upp aflatölur hvers og eins skips dags daglega heldur verði einfaldlega hægt að fylgjast með á www.lodnufrettir.is, segir í frétt frá Stýrinu,

Síðan er samstarfsverkefni miðlunar- og ráðgjafafyrirtækisins Aflamiðlun & nýsköpunarverkefnisins Aflarinn.is sem er afladagbók sem verður útgerðarmönnum til boða innan skamms. 

Deila: