Þriðjungur loðnukvótans veiddur

Deila:

Nú hafa veiðst 219.871 tonn af loðnu af 662,064 tonna kvóta eða um 33.2% af heildarkvótanum. Aflahæsti dagur síðastliðinnar viku var 24. Jan. þar sem var landað 8.570 tonnum. 
Aflahæsta skip vertíðarinnar er Börkur NK-122 með 15.390 tonn upp úr sjó í 8 löndunum.
Vopnafjörður er aflahæsta höfnin með 35.791 tonn.  
Áætluð verðmæti fyrir loðnuvertíðina hingað til eru um 112.9m USD.


“Í vikunni tóku glöggir notendur eftir að verðmætin hoppuðu upp og niður milli daga en í ljós kom að algrím loðnufrétta var í smá vandræðum eftir uppfærslu á síðunni. Í kjölfarið ákváðum við að uppfæra forsendur útreikninga í samráði við þá sem þekkja til (svokallaða loðnuhvíslara) og þá kom í ljós að við vorum að áætla lægri nýtingu og lægra meðalverð p. hráefnistonn fyrir mjöl og lýsi heldur en nýjustu tölur sýna fram á. Við biðjumst velvirðingar á þessu en teljum töluna núna standa nokkuð nærri lagi og endurspegla betur verðmætasköpunina nú þegar tæplega þriðjungur af úthlutuðu aflamarki er kominn á land,” segir í Loðnufréttum.

Nýjar viðbætur við Lodnufrettir sem litu dagsins ljós:
– hægt er að sjá landanir eftir höfnum  
– hægt að sjá hvað hvert skip á eftir af aflamarki og hversu stórt hlutfall af heildarafla hvert skip hefur veitt
– niðurbrot á ráðstöfun afla til vinnslu (mjöl & lýsi 93,5%, frysting 6,5%, hrogn 0%)

Meiri tölfræði og allar upplýsingar um veiðina inn á www.lodnufrettir.is 

Deila: