Færeyjar og Bretar semja um fiskveiðar

Deila:

Færeyjar og Bretar hafa undirritað samning um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir fyrir yfirstandandi ár. Samkvæmt samningnum fá Færeyingar leyfi til að veiða grálúðu, þorsk, hrossamakríl, ýsu, löngu, keilu og blálöngu innan lögsögu Breta. Bretar fá á móti heimildir til að veiða þorsk, ýsu, ufsa, blálöngu, löngu, flatfisk og kvóta fyrir aðrar fiskitegundir. Jafnframt er um smærri kvóta vegna meðafla að ræða.

Þá er það samkomulag milli þjóðanna að hafa gott samstarf um eftirlit með löndunum. Auk þess er áhersla lögð á fiskverndun til langs tíma og sjálfbærni fiskveiða og að auka rannsóknir á líffræði og umhverfi hafsins. Jafnframt er ákvæði um að þróa samvinnu landanna áfram hvað varðar hagsmuni þeirra í sjávarútvegsmálum.

Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja segir að þessi samningur sé ekki aðeins sögulegur, heldur einnig áfangi í samvinnu Breta og Færeyinga, þar sem þjóðirnar ætli sér að auka samvinnu á sviði fiskveiðiréttinda í framtíðinni.

Samninginn má nálgast her.

Deila: