Tæp 400.000 af loðnu komin á land

Deila:

Nú hafa íslensk skip landað  tæplega 400.000 tonnum af loðnu frá upphafi vertíðar. Heildarkvótinn er 662.064 tonn eftir úthlutun samkvæmt hlutdeild skipa og eftir að ríkið hefur fengið sinn skerf, 5,3%. Veiðiheimildir hafa ekki verið uppfærðar samkvæmt nýjustu tillögum Hafró og eftir á að úthluta því, sem Norðmenn skildu eftir af sínum kvóta, um 40.000 tonn.

Miðað við upphaflega úthlutun eru óveidd um 267.180 tonn og langt liðið á vertíðina, sem stendur venjulega fram í miðjan mars eða litlu lengur.

Fimm skip hafa nú landað meiru en 50.000 tonnum. Þeirra aflahæst er Börkur NK með 28.909 tonn. Næst skip eru Beitir NK með 26.308 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 25.796 tonn, Venus NS með 23.570 tonn og Heimaey VE með 23.061 tonn. Alls hafa 22 skip landað loðnu á vertíðinni.

Loðnu hefur verið landað í 12 höfnum á landinu. Vestmannaeyjar eru hæsta löndunarhöfnin með 71.680 tonn. Næst kemur Neskaupstaður með 64.592 tonn, þá Vopnafjörður með 52.431 tonn og Seyðisfjörður með 50.654 tonn.

Deila: