Aukinn afli og aflaverðmæti 2021

Deila:

Samkvæmt bráðabirgðatölum var heildaraflamagn íslenskra skipa árið 2021 um 1.154 þúsund tonn sem voru að verðmæti um 162 milljarða króna við fyrstu sölu. Aflamagn jókst um 13% á meðan aflaverðmæti jókst um 9% miðað við árið 2020.

Um 470 þúsund tonnum af botnfiski var landað að verðmæti 113 millörðum króna sem er 3% verðmætaaukning frá árinu 2020. Magn uppsjávarafla árið 2021 var rúmlega 652 þúsund tonn sem er 23% aukning frá árinu 2020. Verðmæti uppsjávaraflans jókst um 42%, var tæplega 34 milljarðar króna árið 2021 en voru tæpir 24 milljarðar árið áður. Þar af var verðmæti loðnuafla tæplega 11 milljarðar króna en engin loðna veiddist árið 2020.

Flatfiskafli var tæplega 25 þúsund tonn að verðmæti 10 milljarðar króna, 2% meira verðmæti en árið 2020. Skelfiskafli var rúm 6 þúsund tonn og verðmæti hans var 1,5 milljarður króna sem er 20% verðmætaaukning frá fyrra ári.

Deila: