Sjálfkjörið í stjórn Marel

Deila:

Framboðsfrestur til stjórnar Marel hf. er runninn út. Rafrænn aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 16:00. Eftirtaldir sjö aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn Marel:

Ann Elizabeth Savage, Spalding, Englandi
Arnar Þór Másson, Reykjavík
Ástvaldur Jóhannsson, Seltjarnarnesi
Lillie Li Valeur, Vejle, Danmörku
Ólafur Guðmundsson, Princeton, New Jersey, Bandaríkjunum
Svafa Grönfeldt, Boston, Bandaríkjunum
Ton van der Laan, Berlicum, Hollandi

Frekari upplýsingar um framangreinda aðila eru aðgengilegar í skýrslu tilnefninganefndar félagsins á upplýsingasíðu aðalfundar 2022 á heimasíðu félagsins: marel.com/agm

Samkvæmt samþykktum Marel kýs aðalfundur árlega 5-7 menn í stjórn félagsins. Stjórn Marel leggur til að kosnir verði sjö stjórnarmenn fyrir komandi starfsár.

Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar til fundarins eru í viðhengi.

Marel AGM 2022 – Dagskrá og tillögur stjórnar

Deila: